Áfyllingar – Vonarstræti

Cart

Press Enter / Return to begin your search.

Í Vonarstræti fæst úrval áfyllingarvara. Þær eru allar seldar eftir vigt. Hægt er að kaupa ílát á staðnum eða koma með sín eigin. Við hvetjum fólk til að fá sér örlítið magn til að byrja með og prófa vöruna. Það má alltaf koma seinna að fylla ílátin. Ekki kaupa óþarfa <3

Hreinlætisvörur

Við leggjum áherslu á að hreinlætisvörurnar sem hægt er að fá í Vonarstræti séu lífniðurbrjótanlegar og takmarkið er að þær séu allar ilmefnalausar. Þeir sem vilja ilmandi hreinlætisvörur geta bætt ilmkjarnaolíum í sínar vörur.

Handspritt 85% frá Mjöll/Frigg
0.65 kr./g.
500 ml. = 907 kr.

Edik og matarsódi
Borðedik 4%
0.65 kr./g.
250 ml. = 163 kr.

Eplaedik
0.73 kr./g.
250 ml. = 218 kr.

Matarsódi
1.11 kr./g.
100 g. = 111 kr.


Frá Fill:
Alhliða hreinsiefni, baðherbergishreinsir, glerhreinsir, gólfhreinsir, klósetthreinsir, mýkingarefni, uppþvottavéladuft, uppþvottalögur, þvottavéladuft.
1.18 kr./g.
500 ml. = 590 kr.

Þvottalögur
1.96 kr./g.
500 ml. = 980 kr.

Handsápa
1.34 kr./g.
500 ml.= 670 kr.

Hægt er að fá merktar margnota 500 ml glerflöskur og krukkur frá fill fyrir allar hreinlætisvörur frá þeim.
Stk. 990 kr.

Lífrænar sápuhnetur frá Nepal til þvotta:
Sápuhnetur innihalda náttúrulegt sápuefni, saponin. Þetta sápuefni losnar úr hnetunum þegar þær komast í snertingu við heitt vatn.
Notkun: 3 – 5 hnetur fara í lítinn poka inn í tromluna í þvottavélinni. Hægt er að nota sama skammtin af hnetum nokkrum sinnum. Því heitara vatn því meiri sápa losnar. Ef þvegið er á 30 – 40 gráðum má nota hneturnar nokkrum sinnum, ef þvegið er á t.d. 90 gráðum losnar líklega allt sápuefnið úr hnetunum og því einungis hægt að þvo einu sinni á suðu.
Algeng spurning: En ef sápuhneturnar eru í trommlunni allan tímann, skolast sápan þá ekki úr þvottinum? Jú, því flestar þvottavélar skola með köldu skolvatni og hneturnar losa bara sápu í heitu vatni.

Snyrtivörur

Snyrtivörurnar sem fást í Vonarstræti eru eiturefnalausar og helst lífrænar. Litar- og lyktarefni ef einhver eru, eru skaðlaus og lífniðurbrjótanleg.

Tannkremstöflur frá ecoLiving:
Koma í stað hefðbundins tannkrems, ein tafla er brudd þar til hún verður kremuð og svo er tannburstað.
Töflurnar fást með og án flúor
Með flúor – 24 kr./g.
Án flúor – 24 kr./g.

Dæmi:
10 g. = ca. 33 töflur = 240 krónur
50 g = ca. 167 töflur = 1.200 krónur

Sóley
Hægt er að fá vinsælu Sóley vörurnar í Vonarstræti, bæði í umbúðum og svo til áfyllingar. Þannig sparast ekki bara umbúðir heldur einnig töluverður krónufjöldi.
Hrein Hreinsimjólk – 10.29 kr./g.
Nærð andlitsvatn – 10.29 kr./g.
eyGLÓ rakakrem – 78.75 kr./g.
Lóa handsápa – 6.00 kr./g.
Lóa handáburður – 7.3 kr./g.
steinEY maski – 40.00 kr./g.
Varmi hárnæring – 6.20 kr./g.
Varmi líkamskrem – 9.87 kr./g.
Varmi sjampó – 6.20 kr./g.
Varmi sturtusápa – 6.00 kr./g.
Blær sjampó – 6.20 kr./g.
Blær hárnæring – 6.20 kr./g.
Blær líkamskrem – 9.87 kr./g

Kerti

Kertin frá Ilm eru úr Sojavaxi og ilmirnir úr ilmkjarnaolíum. Kertin eru framleidd á Íslandi. Það má skila glösunum inn í Vonarstræti og fá 10% afslátt ef nýtt kerti er keypt.