Áfyllingar – Vonarstræti

Cart

Press Enter / Return to begin your search.

Í Vonarstræti fæst úrval áfyllingarvara. Þær eru allar seldar eftir vigt. Hægt er að kaupa ílát á staðnum eða koma með sín eigin. Við hvetjum fólk til að fá sér örlítið magn til að byrja með og prófa vöruna. Það má alltaf koma seinna að fylla ílátin. Ekki kaupa óþarfa <3

Hreinlætisvörur

Við leggjum áherslu á að hreinlætisvörurnar sem hægt er að fá í Vonarstræti séu lífniðurbrjótanlegar og takmarkið er að þær séu allar ilmefnalausar. Þeir sem vilja ilmandi hreinlætisvörur geta bætt ilmkjarnaolíum í sínar vörur.

Handspritt 85% frá Mjöll/Frigg
0.65 kr./g.
500 ml = 907 kr.

Edik og matarsódi
Borðedik 4%
0.65 kr./g.
250 ml. = 163 kr.

Eplaedik
0.73 kr./g.
250 ml. = 183 kr.

Matarsódi
0.95 kr./g.
100 g. = 95 kr.


Frá Fill:
Alhliða hreinsiefni, baðherbergishreinsir, glerhreinsir, gólfhreinsir, klósetthreinsir, mýkingarefni, uppþvottavéladuft, uppþvottalögur, þvottavéladuft.
1.18 kr./g.
500 ml. = 590 kr.

Þvottalögur
1.96 kr./g.
500 ml. = 980 kr.

Handsápa
1.34 kr./g.
500 ml.= 670 kr.

Hægt er að fá merktar margnota 500 ml glerflöskur og krukkur frá fill fyrir allar hreinlætisvörur frá þeim.
Stk. 990 kr.

Lífrænar sápuhnetur frá Nepal til þvotta:
Sápuhnetur innihalda náttúrulegt sápuefni, saponin. Þetta sápuefni losnar úr hnetunum þegar þær komast í snertingu við heitt vatn.
Notkun: 3 – 5 hnetur fara í lítinn poka inn í tromluna í þvottavélinni. Hægt er að nota sama skammtin af hnetum nokkrum sinnum. Því heitara vatn því meiri sápa losnar. Ef þvegið er á 30 – 40 gráðum má nota hneturnar nokkrum sinnum, ef þvegið er á t.d. 90 gráðum losnar líklega allt sápuefnið úr hnetunum og því einungis hægt að þvo einu sinni á suðu.
Algeng spurning: En ef sápuhneturnar eru í trommlunni allan tímann, skolast sápan þá ekki úr þvottinum? Jú, því flestar þvottavélar skola með köldu skolvatni og hneturnar losa bara sápu í heitu vatni.

Snyrtivörur

Snyrtivörurnar sem fást í Vonarstræti eru eiturefnalausar og helst lífrænar. Litar- og lyktarefni ef einhver eru, eru skaðlaus og lífniðurbrjótanleg.

Tannkremstöflur frá Denttabs:
Koma í stað hefðbundins tannkrems, ein tafla er brudd þar til hún verður kremuð og svo er tannburstað. Töflurnar fást bæði með og án flúors.
20 kr./g.
Dæmi:
10 g. = ca. 33 töflur = 200 krónur
50 g = ca. 167 töflur = 1000 krónur

Sóley
Hægt er að fá vinsælu Sóley vörurnar í Vonarstræti, bæði í umbúðum og svo til áfyllingar. Þannig sparast ekki bara umbúðir heldur einnig töluverður krónufjöldi.
Hrein Hreinsimjólk – 10.29 kr./g.
Nærð andlitsvatn – 10.29 kr./g.
eyGLÓ rakakrem – 78.75 kr./g.
Lóa handsápa – 6.00 kr./g.
Lóa handáburður – 7.3 kr./g.
steinEY maski – 40.00 kr./g.
Varmi hárnæring – 6.20 kr./g.
Varmi líkamskrem – 10.97 kr./g.
Varmi sjampó – 6.20 kr./g.
Varmi sturtusápa – 6.00 kr./g.
Blær sjampó – 6.20 kr./g.
Blær hárnæring – 6.20 kr./g.

Kerti

Kertin frá Ilm eru úr Sojavaxi og ilmirnir úr ilmkjarnaolíum. Kertin eru framleidd á Íslandi. Það má skila glösunum inn í Vonarstræti og fá 10% afslátt ef nýtt kerti er keypt.

  • Rakagefandi og nærandi andlitskrem frá Awake Organics úr náttúrulegum innihaldsefnum sem hentar fyrir venjulega og þurra húð. Kremið er án aukaefna og hentar viðkvæmri húð jafnt sem þroskaðri. Það er handgert og er fyrir andlit, háls og augnsvæði. Blanda af fimm vel völdum ilmkjarnaolíum (frankincense, gulrótarfræ, rósum, patchouli og lavender) gefur húðinni nærandi rakatilfinningu. Ríkt af C+E vítamínum úr hafþyrni og vorrósarolíu. Verndar húðina fyrir mengun.

Frankin-Sense Divene andlitskremið er ekki prófað á dýrum en inniheldur býflugnavax.

Kemur í tveimur stærðum

Verð á 15 ml. ferðastærð 3.990 kr.

Verð á 30 ml.  7.790 kr.

Frá sama fyrirtæki kemur hinn margverðlaunaði og vinsæli Aura svitalyktareyðir með sítrónugrasi og lavender. Kremið er handgert, unnið úr náttúrulegum efnum og inniheldur ekki ál, parabena, súlföt, þalöt eða efni unnin úr jarðolíu. Engin rotvarnarefni eru í kreminu. Kremið inniheldur matarsóda.

Aura svitalyktareyðirinn er ekki prófaður á dýrum en inniheldur býflugnavax.

Verð á 15 ml. ferðastærð 1.890 kr.

Verð á 50 ml. 2.990 kr.
  • Kakó og undrun með Óla Stef fimmtudaginn 9. Júlí kl.17:30 - Viðburðauppsprettur Vonarstætis og Vínstúkunnar tíu sopa. 

Á fimmtudögum í júlí ætlar Verslunin Vonarstræti i samvinnu við Vínstúkuna tíu sopa að standa fyrir röð af viðburðauppsprettum [PopUp] á götunni fyrir framan laugaveg 27. Þetta verða allt mjög ólíkir viðburðir og verður hver og einn auglýstur þegar að honum kemur. Við byrjum á kakó og undrun með handboltagoðsögninni og lífskúnstnernum Óla Stef. Fólk er hvatt til þess að koma með góða skapið og kakóbolla með sér ef það vill og vera tilbúið í undrun. Hressandi upplifun fyrir börn og fullorðna. Kakó og undrun hefst kl. 17:30 og stendur þar til hún klárast. Sjáumst á Laugaveginum
  • Vorum að fá gullfallega moltu/ruslatunnu frá Kilner. Tunnan er úr ryðfríu stáli, tekur 2 l. og það er hægt að hafa hana á borði. Kolafilter í loki sem dregur úr lykt og fylgja 2 filterar með tunnunni. 

Stærð: 145x 200 mm.

Verð: 7.390 kr.
  • Ný sending af margnota geymslupokanum frá Stasher er komin í Vonarstræti. Pokinn er úr hreinu platinum silikoni, 100% plastlaus og án BPA. Hann má fara í uppþvottavél, örbylgjuofn, ísskáp og frysti, inn í ofn og hægt að nota í sous vide. Til í fjórum stærðum og fjórum litum. Frábær fyrir nesti, afganga, geymslu á mat, til að hita upp mat, fyrir snyrtidót og bara hvað sem ykkur dettur í hug.

Stærð 293,5 ml.
Verð: 1.990 kr.

Stærð 450 ml.
Verð: 2.290 kr.

Stærð 1650 ml.
Verð: 3.690 kr.

Stærð 1890 ml.
Verð: 3.690 kr.

https://vonarstraeti.is/brands/stasher/
  • Alveg frábær dagur á Laugaveginum. Takk @vinstukan @publichousegastropub @sumacgrilldrinks 👏👏👏
  • Flöskurnar frá frá Klean Kanteen eru frábærar í ferðalagið og útivistina, koma í fjórum litum og tveimur stærðum.

Ryðfríar flöskur með einföldum vegg og með Sport 3.0 stút sem hentar frábærlega í útiveru og hreyfingu. Tappinn er með lykkju sem má festa krók í. Stúturinn passar á allar Classic Klean Kanteen flöskur og allir Classic Klean Kanteen tappar passa á flöskuna s.s. loop tappinn og sippy tappinn.

Stærð: 532 ml.
Verð: 4.290 kr.
Litir: Stál, svartur, gulur og sægrænn

Stærð: 800 ml
Verð: 4.490 kr.
Litir: Stál og svartur

https://vonarstraeti.is/brands/klean-kanteen/

Instagram @ vonarstraeti