Lýsing
Hársápustykki með geitamjólk hentar öllum hárgerðum og viðkvæmum hársverði.
Inniheldur ólífuolíu (94%), ferska geitamjólk, hrásilki og ilmkjarnaolíur úr lárviðarlaufi, furu og rósarviði. Þetta er hörð sápa en freyðir stórum rjómakenndum loftbólum. Hárið verður mjúkt með silkikenndri áferð. Nógu milt til að nota á andlit og líkama.
Juliet Rose rekur lítið sápugerðarfyrirtæki í Bretlandi þar sem hugað er að umhverfisþáttum í öllum þáttum framleiðslunnar.
Hvers vegna hársápustykki frá Juliet Rose?
– Að nota hársápustykki sem koma umbúðalaus eða í pappaumbúðum dregur úr notkun einnota umbúða
– Með því að kaupa hársápustykki frá Juliet Rose styrkir maður lítið handverksfyrirtæki
Efni, umbúðir og framleiðsla
– Koma í tveimur stærðum, ca. 60 g. og 120 g.
– Innihaldsefni: Olive Oil, Beeswax, Silk, Goats Milk, Sea salt and Essential Oils
– Engin tilbúin litarefni, súlföt, paraben, þalöt, og cruelty-free.
– Cruelty Free
– Engar umbúðir
– Framleitt á Bretlandi
Notkun og Umhirða
– Bleyttu hársápustykkið og nuddaðu milli handanna svo myndist froða. Þvoðu hárið með froðunni eða nuddaðu stykkinu beint í hárið. Skolaðu vel.
– Passaðu að láta hársápustykkið standa á þurrum stað sem safnar ekki vatni þegar það er ekki í notkun. T.d. með því að láta það standa á sápudiski eða lúffa svampi.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.