Lýsing
Zao naglalakkahreinsirinn er án allra eiturefna og án allra efna s.s. asetóna sem geta skemmt neglurnar og ert öndunarveginn.
Zao Make-up er franskt vörumerki sem hefur að markmiði að bjóða upp á hreinar, náttúrulegar og umhverfisvænar förðunarvörur. Zao Make-Up er að stórum hluta áfyllanlegt, 100% náttúrulegt og vottað lífrænt af Ecocert. Bambus leikur stórt hlutverk hjá Zao Make-up, allar umbúðir eru úr bambus einnig eru bambus og bambuslauf notuð í vörurnar sjálfar. Bambusinn er ríkur af kísli, frumefni sem er til staðar í líkamanum og varðveitir teygjanleika vefja.
Efni, umbúðir og framleiðsla
– 112 ml
– Innihaldsefni: INCI/CTFA: ETHYL LACTATE, ALCOHOL**, AQUA (WATER), BAMBUSA VULGARIS LEAF EXTRACT*, SODIUM LACTATE, PARFUM (FRAGRANCE). *ingredients from Organic Farming. **made using organic ingredients.
– COSMOS ORGANIC vottað af Ecocert Greenlife samkvæmt COSMOS staðlinum
– Vegan og Cruelty Free
– Umbúðir: Endurvinnanlegt PET plast
Notkun og umhirða
– Heltu slettu í bómullarskífu (þú færð margnota skífur hjá Vonarstræti hér) og láttu liggja aðeins á nöglinni áður en þú þurrkar lakkið af henni.
– Innihaldsefnin eru viðkvæm fyrir hita, geymist á þurrum, köldum stað
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.