Mín síða – Vonarstræti

Cart

Press Enter / Return to begin your search.

Innskráning

  • Jungmaven Baja langermabolurinn kemur í þremur litum hvítu, svörtu og terracotta. Bolurinn er úr hampi og lífrænni bómull og er flottur á öllum.

Verð 8.900 kr.
  • Nú erum við komin með í sölu OceanSaver hreinsilínuna. Við höldum að þetta verði framtíðin í áfyllingum þar sem um er að ræða hylki með hreinsiefni sem blandað er í 750 ml. af vatni. Með þessari aðferð er ekki verið að flytja vatn á milli landa og líka verið að auðvelda fólki að kaupa áfyllingu því oft gleymast brúsar heima þegar fólk er á ferðinni.

Hægt er að velja um fimm mismunandi tegundir: bakteríudrepandi, eldhús, baðherbergi, fjölnota og allrahanda gólfhreinsi.

OceanSaver er vistvænt, zero-waste og vegan án pálmolíu. Hylkin eru plastlaus og framleidd úr PVOH sem brotnar niður á náttúrulegan máta. OceanSaver notar minna vatn í framleiðslu en hreinsisprey sem koma full í brúsa og taka minna pláss í flutningum sem minnkar umfang og kolefnisspor sendinga.

Verð: 695 kr.

Hlökkum til að prófa þessa vöru með ykkur.
  • Vinir okkar hjá Jungmaven kunna að gera hinn fullkomna stuttermabol. Bolirnir eru út 55% hampi og 45% lífrænni bómull.

Ný sending komin.

Verð frá 5.900 – 8.900 kr.

https://vonarstraeti.is/product-category/fatnadur-og-skor/stuttermabolur/
  • Vorum að fá Jungmaven andlitsgrímu í svörtu fyrir fullorðna sem passar eins og hanski, særir ekki eyru eða höfuð. 

Ytra lag er úr 100% hampi og innra lag úr í 55% hampi og 45% lífrænni bómull. Hólf til að koma fyrir filter.  Auðvelt að stilla andlitsgrímuna svo hún passi vel og svo getur hún hangið um hálsinn þegar hún er ekki í notkun.

Verð: 2.990 kr.

https://vonarstraeti.is/product/jungmaven-andlitsgrima-svort/
  • Leitum að starfsfólki!

Okkur vantar starfsfólk í afgreiðslu í verslun okkar á Laugavegi.  Um er að ræða hlutastarf á virkum dögum og laugardögum og einnig meiri vinnu um jólin. Viðkomandi þarf að vera eldri en 20 ára, hafa áhuga á umhverfisvænum lífstíl og umfram allt elskulegur og sprækur sem lækur. 

Umsóknarfrestur er til 28. október.

Viðkomandi þarf að geta byrjað strax.

Fyrirspurnir og umsóknir með ferilskrá sendist á netfangið vonarstraeti@vonarstraeti.is.
  • Fallegar ullarstjörnur frá Goldrick sem hægt er að nota til að skreyta greinar, pakka eða bara hvað sem er. Koma sex saman í poka.

Verð: 2.390 kr.

Instagram @ vonarstraeti