Um – Vonarstræti

Cart

Press Enter / Return to begin your search.

Vonarstræti – Fyrir umhverfið | Fyrir fólk
Vonarstræti er lítil búð á Laugavegi 27. þar sem hægt er að fá heimilisvörur, snyrtivörur, fatnað og áfyllingarvörur sem keyptar eru inn með umhverfið og fólk í huga.

Við viljum vita hvaðan vörurnar koma og hvernig þær voru framleiddar. Við forðumst einnota efnivið og að búa til rusl. Við sækjumst eftir vörum sem eru endingargóðar og fallegar, oft margnota í víðasta skilningi og gjarnan af litlum framleiðsluaðilum ef þess er kostur. Við höfum hringrásarhagkerfið og sanngjörn viðskipti að leiðarljósi í öllum innkaupum.

Ekki flækja þetta, eitt skref í einu
Okkur langar að einfalda fólki að tileinka sér umhverfisvænni lífstíl. Við reynum að bjóða aðgengilegar en fjölbreyttar lausnir, án þess að flækja málin.

Kíktu við í Vonarstræti
Við erum í fallegu gömlu húsi á Laugavegi 27. Í góðum félagsskap, milli Brynju og Hrím, beint á móti Evu, í sama húsi og Te og kaffi og Hárgallerí og í kjallaranum voru eitt sinn 10 dropar, en nú eru þar 10 sopar. Skottastu til okkar!

Afgreiðslutímar
Mán – fös: 11 – 18.00
Lau: 11 – 17.00