Skilmálar – Vonarstræti

Cart

Press Enter / Return to begin your search.

Pantanir

Vefverslun Vonarstrætis er opin allan sólarhringinn.  Vörur eru að jafnaði afgreiddar frá Vonarstræti á þriðjudögum, þá þurfa pantanir að hafa borist fyrir miðnætti á sunnudegi og fimmtudögum, þá þurfa pantanir að hafa borist fyrir miðnætti á þriðjudögum, nema varan sé tímabundið uppseld. Vonarstræti sendir tölvupóst með staðfestingu um móttöku greiðslu ásamt frekari leiðbeiningum um hvernig nálgast megi pöntunina eftir því hvort hún er send eða sótt.

Sendingarkostnaður

Hægt er að nálgast pantanir án endurgjalds í verslun okkar á Laugavegi 27, 101 Reykjavík eða með því að velja að fá þær sendar með Íslandspósti á næsta pósthús. Sendingarkostnaður er 950 krónur fyrir pantanir undir 10.000 krónum og byggist á lægsta verði Íslandspósts hverju sinn. Sendingarkostnaður fellur niður ef pantanir fara yfir 10.000 krónur. 

12. mars 2020: Nú hjálpast allir að og því höfum við tímabundið lækkað sendingarkostnað í vefverslun í 500 kr. ef keypt er undir 7000 og sendum frítt allar sendingar yfir 7000

Afhending

Hægt er að fá pantanir í vefverslun Vonarstrætis sendar með Íslandspósti á næsta pósthús eða sækja pantanir í verslunarhúsnæði Vonarstrætis á Laugavegi 27, 101 Reykjavík á afgreiðslutíma verslunarinnar. Á öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar- ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu sendinga og má nálgast þær upplýsingar á vefsíðu Íslandsspóst. Vonarstræti ehf. ber því enga ábyrgð á tjóni eða tapi vöru í flutningi. Ef viðskiptavinur vill sérstaklega tryggja eða rekja sendingu skrifið okkur á vonarstraeti@vonarstraeti.is með ósk þess efnis. Þessi þjónusta er veitt skv. gjaldskrá Íslandspósts hverju sinni.

Verð 

Verð á vörum Vonarstrætis eru uppgefin í íslenskum krónum með virðisaukaskatti. Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur eða myndabrengl og geta breyst án fyrirvara.

Greiðsluöryggi

Öll vinnsla greiðslukortaupplýsinga fer fram í öruggri greiðslugátt Borgunar.

Skilaréttur vöru

Um vörur keyptar í Vonarstræti með sannanlegum hætti, svosem sölureikningi eða skilamiða gildir 14 daga skilaréttur svo lengi sem vörunni er skilað, í fullkomnu lagi og í óskemmdum umbúðum ef það á við. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru skal miða við upprunalegt verð hennar, nema varan sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Við vöruskil má skipta í aðra vöru eða fá inneignanótu. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd nema um ranga eða gallaða vöru sé að ræða.

Ekki er hægt að skila áfyllingarvörum eða tíðarvörum svo sem túrnærbuxum, innleggjum eða álfabikurum nema um gallaða vöru sé að ræða.

Trúnaður (Öryggisskilmálar)

Fullum trúnaði er heitið vegna allra upplýsinga sem viðskiptavinur kann að gefa upp í tengslum við viðskiptin. Vonarstræti ehf mun ekki láta þriðja aðila í té persónuupplýsingar né vista upplýsingar um þá sem panta lengur en ástæða er til.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Upplýsingar

Vonarstræti ehf
Kt. 670819-1160
VSK Númer: 135643

Laugavegi 27
101 Reykjavík

Sími: 775 0080
Netfang: vonarstraeti@vonarstraeti.is

  • Rakagefandi og nærandi andlitskrem frá Awake Organics úr náttúrulegum innihaldsefnum sem hentar fyrir venjulega og þurra húð. Kremið er án aukaefna og hentar viðkvæmri húð jafnt sem þroskaðri. Það er handgert og er fyrir andlit, háls og augnsvæði. Blanda af fimm vel völdum ilmkjarnaolíum (frankincense, gulrótarfræ, rósum, patchouli og lavender) gefur húðinni nærandi rakatilfinningu. Ríkt af C+E vítamínum úr hafþyrni og vorrósarolíu. Verndar húðina fyrir mengun.

Frankin-Sense Divene andlitskremið er ekki prófað á dýrum en inniheldur býflugnavax.

Kemur í tveimur stærðum

Verð á 15 ml. ferðastærð 3.990 kr.

Verð á 30 ml.  7.790 kr.

Frá sama fyrirtæki kemur hinn margverðlaunaði og vinsæli Aura svitalyktareyðir með sítrónugrasi og lavender. Kremið er handgert, unnið úr náttúrulegum efnum og inniheldur ekki ál, parabena, súlföt, þalöt eða efni unnin úr jarðolíu. Engin rotvarnarefni eru í kreminu. Kremið inniheldur matarsóda.

Aura svitalyktareyðirinn er ekki prófaður á dýrum en inniheldur býflugnavax.

Verð á 15 ml. ferðastærð 1.890 kr.

Verð á 50 ml. 2.990 kr.
  • Kakó og undrun með Óla Stef fimmtudaginn 9. Júlí kl.17:30 - Viðburðauppsprettur Vonarstætis og Vínstúkunnar tíu sopa. 

Á fimmtudögum í júlí ætlar Verslunin Vonarstræti i samvinnu við Vínstúkuna tíu sopa að standa fyrir röð af viðburðauppsprettum [PopUp] á götunni fyrir framan laugaveg 27. Þetta verða allt mjög ólíkir viðburðir og verður hver og einn auglýstur þegar að honum kemur. Við byrjum á kakó og undrun með handboltagoðsögninni og lífskúnstnernum Óla Stef. Fólk er hvatt til þess að koma með góða skapið og kakóbolla með sér ef það vill og vera tilbúið í undrun. Hressandi upplifun fyrir börn og fullorðna. Kakó og undrun hefst kl. 17:30 og stendur þar til hún klárast. Sjáumst á Laugaveginum
  • Vorum að fá gullfallega moltu/ruslatunnu frá Kilner. Tunnan er úr ryðfríu stáli, tekur 2 l. og það er hægt að hafa hana á borði. Kolafilter í loki sem dregur úr lykt og fylgja 2 filterar með tunnunni. 

Stærð: 145x 200 mm.

Verð: 7.390 kr.
  • Ný sending af margnota geymslupokanum frá Stasher er komin í Vonarstræti. Pokinn er úr hreinu platinum silikoni, 100% plastlaus og án BPA. Hann má fara í uppþvottavél, örbylgjuofn, ísskáp og frysti, inn í ofn og hægt að nota í sous vide. Til í fjórum stærðum og fjórum litum. Frábær fyrir nesti, afganga, geymslu á mat, til að hita upp mat, fyrir snyrtidót og bara hvað sem ykkur dettur í hug.

Stærð 293,5 ml.
Verð: 1.990 kr.

Stærð 450 ml.
Verð: 2.290 kr.

Stærð 1650 ml.
Verð: 3.690 kr.

Stærð 1890 ml.
Verð: 3.690 kr.

https://vonarstraeti.is/brands/stasher/
  • Alveg frábær dagur á Laugaveginum. Takk @vinstukan @publichousegastropub @sumacgrilldrinks 👏👏👏
  • Flöskurnar frá frá Klean Kanteen eru frábærar í ferðalagið og útivistina, koma í fjórum litum og tveimur stærðum.

Ryðfríar flöskur með einföldum vegg og með Sport 3.0 stút sem hentar frábærlega í útiveru og hreyfingu. Tappinn er með lykkju sem má festa krók í. Stúturinn passar á allar Classic Klean Kanteen flöskur og allir Classic Klean Kanteen tappar passa á flöskuna s.s. loop tappinn og sippy tappinn.

Stærð: 532 ml.
Verð: 4.290 kr.
Litir: Stál, svartur, gulur og sægrænn

Stærð: 800 ml
Verð: 4.490 kr.
Litir: Stál og svartur

https://vonarstraeti.is/brands/klean-kanteen/

Instagram @ vonarstraeti