Juliet Rose – Hárnæringarstykki avókadó, fyrir þurrt hár

kr.1.790

Á lager

Vörunúmer: JR15 Flokkur: Vörumerki: Juliet Rose Merkimiðar: , ,

Lýsing

Gert úr lífrænni jómfrúar avókadó olíu, djúpnæringarstykki fyrir þurrt, stökkt og skemmt hár. Auðvelt að bera í hárið, gerir það glansandi og silkimjúkt en um leið viðráðanlegt.

Einnig hægt að nota sem hárnæringarmaska.

Juliet Rose rekur lítið sápugerðarfyrirtæki í Bretlandi þar sem hugað er að umhverfisþáttum í öllum þáttum framleiðslunnar.

Af hverju Juliet Rose argan hárnæringarstykki?
– Að nota hárnæringarstykki dregur úr notkun á einnota umbúðum
– Með því að kaupa hárnæringarstykki frá Juliet Rose styrkir maður lítið handverksfyrirtæki

Efni, umbúðir og framleiðsla
– 45 g.
– Innihaldsefni: Aqua, organic extra virgin avocado oil, baby mild de-tangler BTMS-50, BTMS, Cetyl Alcohol, organic unrefined cocoa butter, organic unrefinedshea butter, vitamin E. Essential oils: organic mandarin
– Engin tilbúin litarefni, súlföt, paraben, þalöt
– Cruelty Free
– Umbúðir úr pappír
– Framleitt í Bretlandi

Notkun og Umhirða
– Nuddaðu hárnæringarstykkinu yfir hárið eða láttu freyða milli handanna og setti froðuna í hárið og dreifðu henni svo með því að draga niður að hárendunum. Leyfðu hárnæringunni að vera í hárinu í 2-5 mínútur og skolaðu úr hárinu.
– Hárnæringarstykkin freyða almennt minna en hársápustykkin og það tekur lengri tíma að dreifa þeim í hárið.
– Einnig hægt að nota sem hárnæringarmaska. Settu hárnæringuna í eins og venjulega, vefðu handklæði um höfuðið, haltu þér heitri/heitum og skolaðu úr eftir 10 mínútur.
– Passaðu að láta hárnæringarstykkið standa á þurrum stað sem safnar ekki vatni þegar það er ekki í notkun. T.d. með því að láta það standa á sápudiski eða lúffa svampi.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Juliet Rose – Hárnæringarstykki avókadó, fyrir þurrt hár”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *