Lýsing
Vegan vottaðir bikarar úr sérstaklega mjúku læknasílikoni sem er án allra aukaefna. Hverjum bikar fylgir geymslupoki til að verja hann á milli þess sem hann er í notkun.
Bikarinn fæst í tveimur stærðum, Model 1 er minni fyrir léttari blæðingar og Model 2 er stærri fyrir meira flæði. Eftir að bikarnum er komið fyrir í leggöngunum ætti hann að sitja þægilega án þess að erta eða valda óþægindum. Til að tryggja þægindi má stytta eða klippa alveg af bikarnum langa endan sem stendur niður úr honum.
Fyrir fólk með lágsettan legháls gæti stærð 1 hentað betur og einnig fyrir þau sem hafa sterka grindarbotnsvöðva eða þau sem eru nýbyrjuð á túr og eru að velja sinn fyrsta bikar.
Efni, umbúðir og framleiðsla
– Stærð: 2
– Efni: Sílíkon
– Umbúðir úr pappa
– Framleitt í Finnlandi
Umhirða
– Fyrir hverjar blæðingar, sjóðið bikarinn í 20 mínútur (Einu sinni á hverjum tíðahring)
– Á meðan blæðingum stendur, þvoið með sápu sem er án olíu og ilmefna með pH 3,5 – 5,5
– Umfram allt lesið vel leiðbeiningarnar sem fylgja með um umhirðu bikarsins
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.