Wild Sage + Co – Andlitsmaski – Grænn leir + þari.

kr.3.590

Ath. lagerstaða er lág

Vörunúmer: WS25 Flokkur: Vörumerki: Wild Sage + Co

Lýsing

Djúpnærandi maski með vítamínum og steinefnum úr hreinum og náttúrulegum hráefnum eins og grænum leir og þara. Sedrusviður, lavender og sítrónugras hjálpa til við að græða og koma jafnvægi á húðina.

Er sérstaklega gerður fyrir olíukennda húð, bólur og fílapensla.

Grænn leir er hreinsandi og ríkur af steinefnum. Sjárvarþari (eða þang) er ríkur af andoxunarefnum og er góður næringargjafi fyrir húðina, 

Efni, umbúðir og framleiðsla
– Magn: 30 g.
– Innihaldsefni: Green Ultra Ventilated Argiletz French Clay, Kelp, Cedrus Atlantica (Cedarwood Oil), Lavandula Angustifolia (Lavender Essential Oil), Cymbopogon martini (Palmarosa Essential Oil), *Linalool,*Limonene,*Farnesol,*Geraniol,*Citral, (*Naturally occurring in Essential Oils)
– Maskinn kemur í glerkrukku og lokið er úr málmi.
– Framleitt í Bretlandi

Notkun og umhirða
– Blandaðu litlu magni af duftinu við vatn og gerðu úr því þykkt mauk (paste). Berðu á andlitið og leyfðu maskanum að vera á þar til hann hefur þornað. Skolaðu af með vatni.

Wild Sage + Co er fjölskyldufyrirtæki sem staðsett er í dal við ánna Wye í Bretlandi. Þar framleiða þau kaldpressaðar sápur og náttúrulegar húðvörur. Þau rækta sjálf mikið af þeim jurtum sem þau nota í vörurnar. Allar vörurnar eru handgerðar, með náttúrulegum innihaldsefnum og ekki prófaðar á dýrum, margar þeirra eru vegan. Þær eru plastlausar, innihalda ekki parabena, litarefni eða kemísk ilmefni.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Wild Sage + Co – Andlitsmaski – Grænn leir + þari.”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *